Bjarnafalg og Gufustöðin böðuð í norðurljósum

Mývatn og Belgjarfjall

Leirhver á Hveraröndinni

Gufustrókur í Bjarnaflagi

Póstkort úr Mývatnssveit
og ýmiskonar handverk

Mývatnssveit er þekkt fyrir náttúrfegurð og þangað koma ferðamenn í tugþúsundatali.

Við ætlum að sérhæfa okkur í póstkortum frá þessari náttúruperlu ásamt hágæða handverki. Póstkortin sýna fjölbreytta náttúru svæðisins og fjölskrúðugt fuglalífið á vatninu. Handverkið er framleiðsla á hnífum, útskurður og fleira fallegt unnið úr tré.

Ferðafólk vill fá falleg póstkort af svæðinu sem það er að heimsækja eða vill heimsækja. Því er tilvalið að fá póstkort frá þessari paradís.

Í Mývatnssveit má sjá ný hraun og hraunmyndanir ásamt eldri hraunum og þar eru Dimmuborgir sennilega frægastar. Hér eru margir hraunhellar og þar er helst að nefna Lofthelli. Sprungur með heitu vatni þar sem Mývetningar böðuðu sig og frægust er þar Grjótagja. Mikið fuglalíf á vatninu en hvergi í heiminum er hægt að sjá jafn margar endur á sama stað og hér. Gufuaugu og leirhverir eru hér víða og þar er ótrúlega litafóru að sjá í náttúrunni.

Póstkort er skemmtileg leið til að senda vinum og kunningjum kveðju og um leið að sýna hvar við erum og hvað við sjáum. En fallegt póstkort er ekki bara góð kveðja heldur einnig góð auglýsing fyrir svæðið og ferðaþjónustuna í heild.

Handverk hefur þróast í gegnum tíðina en vel unnið og vandað tréverk með skýrskotun í fortíðina er alltaf fallegt. T.d. flott útskorin gestabók er allstaðar heimilispríði.