Bjarnafalg og Gufustöðin böðuð í norðurljósum

Mývatn og Belgjarfjall

Blásandi borhola í Bjarnaflagi

Hrútaber

Snæuglan ehf

Snæuglan var stofnuð 2004 til að byggja Fuglasafn Sigurgeirs. Það kom svo í ljós að ehf formið var ekki gott rekstrarform fyrir safnið. Það var þá stofnað nýtt fyrirtæki um fuglasafnið sem er sjálfseignarstofnun. Allar eigur ehf fyrirtækisins voru gefnar til sjálfseignarstofnunarinnar. Eftir stóð Snæuglan án tilgangs.

Þegar hugmyndin kviknaði að útbúa póstkort með myndum úr sveitinni var tilvalið að nota þetta fyrirtæki til þess. Því var samþykktunum breytt og nú er tilgangur félagsins að taka ljósmyndir og selja, leigja ljósmyndabúnað, þe myndavélar og linsur, leiðsögn og önnur þjónusta við ferðamenn.

Í byrjun ætlum við að einbeita okkur að póstkortunum og myndum úr sveitinni. Markmiðið er að hafa fjölbreytt úrval fallegra póstkorta sem sýna okkar fallegu náttúru og fjölskrúðugt fuglalíf á vatninu. Verðum einnig með Íslenskt handverk svo sem hnífa, útskornar gestabækur, ýmisskonar útskurð og rennda hluti úr tré.

Eigendur Snæuglunnar eru
Pétur Bjarni Gíslason og
Sigríður Stefánsdóttir